fim 01. október 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dregið í dag - Atalanta og Leipzig í þriðja styrkleika
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Búið er að raða liðum í styrkleikaflokka fyrir dráttinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem fer fram í dag klukkan 15:00.

Það verða nokkrir dauðariðlar í boði þar sem nokkur gríðarlega sterk lið eru í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn.

Þar má sérstaklega nefna þrjú ítölsk félög og eitt þýskt. Atalanta og RB Leipzig, sem komust í undanúrslit keppninnar á síðustu leiktíð, eru bæði í þriðja styrkleikaflokki ásamt Lazio og gífurlega öflugu liði Inter.

Ensku félögin eru öll í tveimur efstu flokkunum. Liverpool er í efsta flokki á meðan Manchester United, City og Chelsea eru í öðrum flokki.

Í fjórða styrkleikaflokki má finna erfiða andstæðinga á borð við Marseille og Borussia Mönchengladbach.

Styrkleikaflokkur 1:
FC Bayern
Sevilla
Real Madrid
Liverpool
Juventus
PSG
Zenit
Porto

Styrkleikaflokkur 2:
Barcelona
Atletico Madrid
Chelsea
Manchester United
Manchester City
Borussia Dortmund
Ajax
Shakhtar Donetsk

Styrkleikaflokkur 3:
Atalanta
Inter
Lazio
RB Leipzig
RB Salzburg
Dynamo Kiev
Olympiakos
Krasnodar

Styrkleikaflokkur 4:
Lokomotiv Moskva
Marseille
Borussia Mönchengladbach
Club Brugge
Basaksehir
Midtjylland
Rennes
Ferencvaros
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner