Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 01. október 2020 21:50
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Viðræðurnar tóku tíu mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar náðu í mikilvæg stig í Evrópubaráttunni með 2-0 útisigri gegn Víkingi Reykjavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, byrjaði með þriggja manna vörn en fyrr í dag kom í ljós að Arnór Sveinn Aðalsteinsson gæti ekki spilað leikinn þar sem hann er í sóttkví.

Hann bættist þar með á langan fjarverulista KR-inga en hópurinn er ansi laskaður um þessar mundir. KR fékk óskabyrjun í leiknum og komst yfir eftir um 35 sekúndna leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  2 KR

„Við höfum ekki gert mikið af því að spila með þriggja manna vörn en strákarnir leystu þetta mjög vel. Mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en við áttum undir högg að sækja í seinni hálfleik," segir Rúnar.

„Við ákváðum það í hádeginu, ég og Bjarni, að fara í þriggja manna vörn. Arnór hringdi í mig hálf níu í morgun og ég svaf á þessu til hádegis. Það er mikið um meiðsli í hópnum og hann er ekki breiður."

„Það var ofboðslega mikilvægt fyrir okkur að ná í þessi þrjú stig. Við ætlum að halda áfram, mínir menn gefast aldrei upp."

Rúnar skrifaði undir nýjan samning við KR út 2023 í dag. Viðræðurnar um nýja samninginn tóku ekki langan tíma.

„Þær tóku tíu mínútur, við þurftum ekki að ræða mikið. Ég tel mig vera að þjálfa besta klúbb á Íslandi og er þakklátur fyrir að fá traustið. Mér hefur alla tíð liðið vel hjá KR. Þetta ár hefur verið brekka hjá okkur en við erum brattir, ætlum að bæta við okkur fyrir næsta ár og gera atlögu að öllu sem hægt er að gera atlögu að."

Hægt er að sjá viðtalið við Rúnar í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. Þar fer hann meðal annars í dramatíkina eftir Fylkisleikinn og vangaveltur um hvort Kjartan Henry Finnbogason sé á leið í KR.
Athugasemdir
banner