Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   sun 01. október 2023 20:11
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool telur nauðsynlegt að fara lengra með málið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Enska dómarasambandið var snöggt að viðurkenna mistök í 2-1 tapi Liverpool gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Þar kom Luis Díaz boltanum í netið en ekki dæmt mark vegna rangstöðu eftir afar snögga athugun í VAR-herberginu.

Í ljós kom að Diaz var réttstæður og að VAR-ákvörðunin var algjörlega byggð á misskilningi. Darren England VAR-dómari hélt að Simon Hooper dómari hefði dæmt mark, þegar hann hafði í raun dæmt rangstöðu.

England skoðaði atvikið í VAR-herberginu og staðfesti það sem hann taldi vera rétta ákvörðun um að dæma mark. Svo kom í ljós að Hooper hafði ekki dæmt mark og því staðfesti England rangan dóm alveg óvart.

Þessar útskýringar hafa ekki farið vel í stjórnendur Liverpool og er félagið búið að gefa frá sér harðorða yfirlýsingu.

„Við skiljum pressuna sem dómarar starfa undir en aukin tækni eins og VAR á að hjálpa til við að létta þessa pressu, hún á ekki að auka hana. Það er augljóst að ekki var farið eftir settum reglum í þessu tilviki og það er óviðunandi hversu lítill tími var notaður til að taka þessa ákvörðun, eða að ákvörðunin hafi ekki verið leiðrétt skömmu síðar," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Liverpool.

„Það er óásættanlegt að þessu sé lýst sem mannlegum mistökum þegar svona vafaatriði á að úrskurða með tækninni. Það er mikilvægt fyrir framtíðina í dómgæslu að svona mál komi ekki upp aftur.

„Við munum skoða allar þær leiðir sem okkur bjóðast í framhaldinu þar sem við teljum nauðsynlegt á að fara með þetta mál lengra og finna einhverja lausn."

Athugasemdir
banner
banner
banner