Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 01. nóvember 2024 15:11
Elvar Geir Magnússon
Aron Þórður búinn að framlengja við KR
Aron Þórður er 28 ára.
Aron Þórður er 28 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aron Þórður Albertsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KR.

Þessi 28 ára miðjumaður hefur verið hjá KR síðan hann kom til félagsins frá Fram fyrir tímabilið 2022. Hann hefur einnig leikið fyrir Þrótt og HK á ferli sínum.

Aron hefur spilað 78 leiki fyrir KR og skorað 7 mörk.

„Við erum ánægð að Aroni líði vel í Vesturbænum og vilji taka slaginn með okkur tvö ár í viðbót," segir í tilkynningu KR.

Aron lék 23 leiki með KR í Bestu deildinni í sumar en KR endaði í áttunda sæti deildarinnar. Fyrri hluti tímabilsins var sérstaklega erfiður fyrir KR-inga og liðið var um tíma í harðri fallbaráttu.

Liðið fór síðan ósigrað í gegnum neðri hluta úrslitakeppninnar og hefur Óskar Hrafn Þorvaldsson verið duglegur við að bæta við leikmannahópinn síðan hann tók við.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner