Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. desember 2019 18:03
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ljungberg: Úrslitin vonbrigði
Ljungberg á hliðarlínunni í dag.
Ljungberg á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Freddie Ljungberg sem tók tímabundið við stjórn Arsenal á dögunum eftir að Unai Emery var rekinn stýrði liðinu í fyrsta skipti í dag.

Arsenal heimsótti Norwich þar sem niðurstaðan var 2-2 jafntefli. Ljungberg var svekktur með niðurstöðuna en sagðist þó hafa séð jákvæða hluti í leik liðsins.

„Við byrjuðum leikinn frábærlega, svona á að spila fótbolta," sagði Ljungberg og bætti við „við þurfum hins vegar klárlega að gera betur, við vorum með góð tök á leiknum þegar þeir skora mjög auðveldlega og ná þar með forystunni."

„Í upphafi leiks sá ég mikið af hlutum sem við vorum búnir að undirbúa á æfingum fyrir leikinn en það telur ekki, við þurfum að skora mörk og ná forystunni í leikjum. Ég vil að þetta félag sé að gera vel, ég vil vinna leiki svo úrslitin eru vonbrigði en ég get einnig sagt að ég sá jákvæða hluti í okkar leik," sagði Ljungberg að lokum.

Næsti leikur Arsenal er á fimmtudaginn, þá fá þeir Brighton í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner