Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 01. desember 2022 11:04
Fótbolti.net
Sá launahæsti í dönsku deildinni reið ekki feitum hesti á HM
Andreas Cornelius.
Andreas Cornelius.
Mynd: Getty Images
Andreas Cornelius, launahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, olli miklum vonbrigðum á heimsmeistaramótinu í Katar. Hann fékk líklega besta færi mótsins gegn Túnis en tókst að klúðra því.

Cornelius átti þá ekki góða innkomu gegn Ástralíu í gær þegar Danmörk féll úr leik.

„Cornelius nær að spila 90 mínútum á móti okkur (Lyngby) viku áður en hann fer á HM. Annars var hann búinn að vera meiddur. Hann er ekki búinn að spila neitt," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, í HM hringborðinu í gær.

„Hann er ekki í neinu standi til þess að spila á hæsta stigi. Cornelius í toppformi, þá hefði maður getað farið yfir hans frammistöðu. Ég átti ekki von á því að hann myndi vera besti maður vallarins því hann er ekki í leikformi."

Það var nokkuð gagnrýnt að Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, hefði valið Cornelius í hópinn frekar en til að mynda Rasmus Højlund, sem spilar með Atalanta á Ítalíu.

Rætt var um Cornelius enn frekar þegar búið var að spjalla við Freysa. „Sóknarmannsstaðan hjá Danmörku með Cornelius sem er að koma inn á. Hann er launahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, en það er óhætt að setja hann í flokk yfir verstu leikmenn mótsins. Kannski sá allra versti. Hann klúðraði einhverju besta færi sem fótboltamaður hefur fengið á móti Túnis," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í HM hringborðinu en hægt er að hlusta á allt spjallið hér að neðan.

HM hringborðið er í boði NETGÍRÓ
Jólareikningur Netgíró er kominn í loftið. Allt sem þú verslar með Netgíró í nóvember og desember geturu borgað í febrúar. Þú getur kynnt þér málið nánar á Netgíró.is.
HM hringborðið - Danmörk heim með skottið á milli lappanna
Athugasemdir
banner
banner
banner