Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 02. janúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmenn Bayern missa ekki hausinn þrátt fyrir erfiðar aðstæður

Mikil meiðslavandræði eru í herbúðum Bayern Munchen en menn eins og Manuel Neuer og Theo Hernandez eru frá út tímabilið.


Þá er Sadio Mane fjarverandi en búist við því að hann geti tekið einhvern þátt á tímabilinu. Dayot Upamecano varnarmaður liðsins tjáði sig um andann í hópnum.

„Þetta er erfitt fyrir hann. Ég veit að hann er ótrúlega sterkur andlega," sagði Upamecano um Sadio Mane.

„Við undirbjuggum okkur vel (Fyrri hluta tímabilsins). Við höfum góða tilfinningu sem lið, andrúmsloftið er frábært. Við verðum bara að halda áfram," sagði Upamecano.


Athugasemdir
banner