Aron Sigurðarson hefur verið sterklega orðaður við heimkomu og nú er sagt frágengið að hann verði leikmaður KR.
Hann hafði helst verið orðaður við Valsmenn og einnig var greint frá áhuga félaga í Svíþjóð.
Sagt er frá því í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Þungavigtin að allt stefndi í að Aron færi í Vesturbæinn og í Dr. Football segir að samkomulag sé í höfn og talað um að Aron væri hugsaður á miðjuna í liði Gregg Ryder.
Hann hafði helst verið orðaður við Valsmenn og einnig var greint frá áhuga félaga í Svíþjóð.
Sagt er frá því í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Þungavigtin að allt stefndi í að Aron færi í Vesturbæinn og í Dr. Football segir að samkomulag sé í höfn og talað um að Aron væri hugsaður á miðjuna í liði Gregg Ryder.
Aron getur spilað á miðjunni og á kantinum en hann hefur verið úti í atvinnumennsku síðan hann yfirgaf uppeldisfélag sitt Fjölni árið 2016.
Samningur Arons við danska félagið Horsens rennur út seinna á þessu ári en á ferli sínum hefur hann einnig spilað fyrir Tromsö og Start í Noregi og Union SG í Belgíu.
Athugasemdir