Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 02. febrúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Bruno með í úrslitaleiknum gegn Man Utd þrátt fyrir rauða spjaldið
Brasilíski miðjumaðurinn Bruno Guimaraes verður ekki í banni er Newcastle United mætir Manchester United í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley síðar í þessum mánuði þrátt fyrir að hafa fengið rautt í 2-1 sigrinum á Southampton í undanúrslitunum.

Guimaraes er einn af allra bestu leikmönnum Newcastle og verið einn af þeim sem hefur verið ómissandi á miðsvæðinu frá því hann kom fyrir ári síðan.

Hann fékk rautt spjald í seinni undanúrslitaleiknum gegn Southampton í enska deildabikarnum á þriðjudag en dómari leiksins gaf honum upphaflega gult spjald fyrir tæklingu á Samuel Edozie.

Dómarinn uppfærði það í rautt spjald eftir að hafa séð tæklinguna á VAR-skjánum og því kominn í bann.

Guimaraes verður hins vegar ekki í banni í úrslitaleiknum enda eru agareglurnar ekki aðskildar frá deildinni. Hann mun taka út þriggja leikja bann og verður ekki með gegn West Ham, Bournemouth og Liverpool í deildinni og mætir beint inn í úrslitaleikinn þann 26. febrúar.
Athugasemdir
banner