Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   fim 02. mars 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Vilja nýjan þjóðarleikvang í Garðabæ
Verður þjóðarleikvangur Íslands annars staðar en í Laugardalnum í framtíðinni?
Verður þjóðarleikvangur Íslands annars staðar en í Laugardalnum í framtíðinni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Kristinn Kjærnested, Sæmundur Friðjónsson og Jón Rúnar Halldórsson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Kristinn Kjærnested, Sæmundur Friðjónsson og Jón Rúnar Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Borgarbragur hefur unnið að hugmyndum varðandi endurbyggingu Laugardalsvallar en Pétur Marteinsson kynnti þær í útvarpsþætti Fótbolta.net á dögunum. Þar talaði Pétur um hugmyndir að nýjum 20 þúsund manna fjölnota leikvangi í Laugardal. Formenn knattspyrnudeilda FH, KR og Stjörnunnar telja að nýr þjóðarleikvangur eigi ekki að rísa í Laugardalnum.

Í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni var þjóðarleikvangurinn til umræðu hjá formönnunum en þar kom meðal annars fram hugmynd um að reisa nýjan leikvang í Garðabæ.

„Það mætti skoða að setja þjóðarleikvanginn annars staðar en í Laugardalnum. Ég myndi vilja fá hann í Garðabæ. Það er nóg pláss þar. Er Vetrarmýrin ekki ágæt fyrir leikvang sem þennan?“ sagði Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörunnar.

„Ég tel að það eigi að skoða staðsetninguna, hvort sem það er Garðabær eða annars staðar. Það þarf að hafa völlinn við stofnbraut til að það sé auðveldara að komast að þessu. Það eru ekkert margir staðir í boði en það er til dæmis staður í Garðabæ. Ég get séð þetta fyrir mér þar. Það eru líka staðir lengra til suður og líka til vestur. Mér finnst menn vera að binda sig of mikið. Ég tel að það sé erfitt að fá svona miklar breytingar fram í Laugardalnum. Menn geta varla breytt gluggastaðsetningu á húsi án þess að það taki fleiri mánuði. Ég veit ekki hvernig á að fara að þessu,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.

Kristinn Kjærnested, formaður KR, vill heldur ekki sjá nýjan þjóðarleikvang í Laugardalnum.

„Ég vil nýjan völl en það væri eðlilegast að hafa hann einhvers staðar þar sem er auðveldara að komast að honum. Við þekkjum það sem förum á landsleiki í Laugardalnum eða á tónleika í Laugardalshöllinni að það tekur sinn tíma. Ég held að það sé hægt að finna betri stað en Laugardalinn,“ sagði Kristinn.

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Hvað kostar að halda úti liði í Pepsi-deild karla?
Sjónvarpið: „Höfum aldrei gert knattspyrnudeildina út á lottómiða"
Sjónvarpið: Vilja halda ungum leikmönnum lengur á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner