Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. mars 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snær á reynslu hjá Valerenga
Davíð Snær Jóhannsson.
Davíð Snær Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Davíð Snær Jóhannsson, leikmaður Keflavíkur, er þessa dagana á reynslu hjá Valerenga í Noregi. Davíð æfði einnig með Valerenga fyrir áramót en samningur hans við Keflavík rann út í október síðastliðnum.

„Við erum spenntir að fá Davíð aftur til okkar. Við höfum ekki rætt það ennþá hvort hann fái samning en nýtt þjálfarateymi fær nú tækifæri til að skoða hann," sagði Jørgen Ingebrigtsen yfirmaður íþróttamála hjá Valerenga í samtali við Dagsavisen.

Hinn 17 ára gamli Davíð hefur leikið með U16, U17, U18 og U19 ára landsliðum Íslands. Í fyrra skoraði hann þrjú mörk í átján leikjum í Inkasso-deildinni en árið áður spilaði hann tíu leiki í Pepsi deildinni.

Faðir hans er Jóhann Birnir Guðmundsson sem lék með Keflavík í áraraðir sem og í atvinnumennsku erlendis.

„Ég vil spila fyrir stærra félag núna. Ég vil reyna á sjálfan mig. Valerenga væri gott skref fyrir mig og ég vonast til að sanna mig hérna. Valerenga er félag með mikinn metnað og ég er líka með mikinn metnað," sagði Davíð við Dagavisen.

Reiknar hann með að fá samning hjá Valerenga? „Auðvitað. Þú verður að hafa trú á sjálfum þér," svaraði Davíð.

Valerenga endaði í 10. sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en liðið mætir Molde í fyrstu umferð í ár þann 4. apríl.
Athugasemdir
banner
banner