Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. mars 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Pique: Einn versti fyrri hálfleikur sem ég hef séð hjá Real Madrid
Gerard Pique.
Gerard Pique.
Mynd: Getty Images
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, er svekktur með að liðið hafi ekki náð betri úrslitum gegn Real Madrid í toppslagnum á Spáni í gær. Real Madrid vann 2-0 með mörkum frá Vinicius Jr og mariano Diaz í síðari hálfleik en Pique vildi sjá Börsunga komast yfir í fyrri hálfleiknum.

„Þetta var ein versta frammistaða Real Madrid í fyrri hálfleik sem ég hef séð á Santiago Bernabeu," sagði Pique eftir leik.

„Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleik. Í þeim síðari ýttu þeir okkur aftar á völlinn og skoruðu fyrsta markið gegn okkur á slæmum tíma."

„Ef við hefðum bara gert betur í fyrri hálfleik. Ég er ekki að gagnrýna. Öll lið eiga við sín vandamál að stríða og við vorum ekkert sérstaklega góðir heldur. Við náðum samt að vera betri aðilinn og ef við hefðum klárað færin í fyrri hálfleik hefðu þeir þurft að klifra upp hátt fjall."


Serigo Ramos, fyrirliði Real Madrid, var spurður út í ummæli Pique og hann svaraði: „Ég myndi skrifa undir samning núna ef það væri þannig að við myndum vinna alla Clasico leiki þó að við myndum spila illa í fyrri hálfleik eins og hann vill meina."
Athugasemdir
banner
banner
banner