
Cecilía Rán Rúnarsdóttir var til viðtals í vikunni. Hún er markvörður og hefur verið síðan á Pæjumótinu á Eyjum. Sumarið 2019 birtist skemmtilegt innslag þegar Hjörvar Hafliðason heimsótti æfingu hjá Fylki.
Hjörvar spurði Cecilíu hvort hún horfði sérstaklega á einhverja markverði í Pepsi Max-deildinni. Cecilía svaraði þeirri spurningu neitandi og vakti það athygli fréttaritara.
Viðtalið:
Fékk fyrstu tækifærin 13 ára - „Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið"
Hjörvar spurði Cecilíu hvort hún horfði sérstaklega á einhverja markverði í Pepsi Max-deildinni. Cecilía svaraði þeirri spurningu neitandi og vakti það athygli fréttaritara.
Viðtalið:
Fékk fyrstu tækifærin 13 ára - „Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið"
Áttu einhverja íslenska fyrirmynd sem náði árangri erlendis eða einhverja erlenda fyrirmynd?
„Ég hef lagt mér það í vana að taka góða eiginleika frá manneskjum sem hafa náð árangri í lífinu og reyni að tileinka mér það í mínu lífi frekar en að taka eina manneskju til fyrirmyndar," sagði Cecilía.
„En ef ég þyrfti að nefna markverði sem ég lýt upp til verð ég að nefna Hope Solo og Manuel Neuer. Ég fylgdist mjög vel með þeim tveimur þegar ég var yngri," sagði Cecilía.

Manuel Neuer
Aukaefni:
„Án hans væri ég ekki á þeim stað sem ég er í dag"
Hógvær Cecilía: Ekki það að mér finnist leiðinlegt að vera hrósað
Athugasemdir