Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 02. apríl 2021 18:53
Brynjar Ingi Erluson
Verratti smitaðist aftur - Ekki með gegn Bayern
Marco Verratti hefur tvisvar sinnum smitast af veirunni
Marco Verratti hefur tvisvar sinnum smitast af veirunni
Mynd: Getty Images
Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti verður ekki með Paris Saint-Germain gegn Bayern München í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en hann smitaðist af kórónaveirunni í annað sinn á þremur mánuðum.

Verratti og liðsfélagar hans í PSG fóru í skimun á æfingasvæði félagsins í dag og kom í ljós að miðjumaðurinn knái hefði greinst með jákvætt próf.

Hann er nú á leið í sóttkví og verður ekki með liðinu gegn Bayern í næstu viku.

Þetta er í annað sinn sem hann smitast af veirunni en hann greindist með hana í lok janúar og missti af tveimur leikjum áður en hann kom aftur inn í liðið fyrir leikinn gegn Marseille.

Hann hefur spilað 26 leiki á tímabilinu og lagt upp sex mörk en PSG er í harðri toppbaráttu við Lille, Lyon og Mónakó.
Athugasemdir
banner
banner
banner