Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   lau 02. apríl 2022 09:30
Victor Pálsson
KR fær tvo ástralska leikmenn (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Lið KR hefur fengið liðsstyrk fyrir Íslandsmót kvenna í sumar en í gær var samið við tvo leikmenn.


Báðir leikmennirnir koma frá Sydney í Ástralíu en þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Margaux Chauvet er varnarmaður sem getur spilað aftast á vellinum sem og djúpt á miðjunni en hún kemur frá Western Sydney Wanderers.

Hinn leikmaðurinn ber nafnið Susan Phonsongkham og kemur til KR frá Perth Glory. Hún er sóknarmaður.

Þær hafa báðar leikið með yngri landsliðum Ástralíu og horfa á að vinna sér inn sæti í aðalliðshópnum.

KR mun spila í Bestu deild kvenna í sumar.


Athugasemdir
banner
banner