Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 02. maí 2022 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deildin: Einn besti leikur sögunnar?
Stjarnan tók stigin þrjú.
Stjarnan tók stigin þrjú.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil gerði þrennu.
Emil gerði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jafnt hjá Fram og ÍA.
Jafnt hjá Fram og ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einhver skemmtilegasti leikur í sögu efstu deildar karla á Íslandi fór fram í kvöld þegar Víkingur og Stjarnan áttust við. Er ekki alveg hægt að tala um einn besta leik sögunnar hér á landi? Það er allavega hægt að færa einhver rök fyrir því.

„ Ég á von á fjörugum leik þar sem sótt verður á báða bóga. Ég held að þessi leikur verði Bestu deildinni til sóma og verði mjög líklega einn af bestu leikjum deildarinnar," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, fyrir leik.

Hann hafði rétt fyrir sér.

Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Heimamenn voru hins vegar ekki lengi yfir. Á tíu mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks tókst Stjörnunni að skora þrjú mörk og var staðan allt í einu orðin 1-3.

Kristall Máni Ingason minnkaði muninn fyrir Víkinga og hefðu þeir hæglega getað jafnað metin fyrir leikhlé. Davíð Örn Atlason átti klúður tímabilsins þegar hann skaut yfir markið úr dauðafæri.

Stjörnumenn lögðust ekki í skotgrafirnar í seinni hálfleik. Þeir héldu áfram að spila sinn leik og þeir voru hugrakkir. Það skilaði sér í marki, mörkum. Eggert Aron Guðmundsson kom þeim í 2-4 áður en Kristall Máni minnkaði muninn aftur af vítapunktinum. Stjörnumenn héldu áfram eftir það og aftur skoruðu þeir; Emil Atlason fullkomnaði þá þrennu sína.

Kristall fullkomnaði þrennu sína þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en Víkingar komust ekki lengra eftir það, og lokatölur 4-5 í þessum ótrúlega fótboltaleik.

Stjarnan er með sjö stig eftir þrjá leiki en það er áhyggjuefni fyrir Íslands- og bikarmeistarana að þeir séu bara með þrjú stig og búnir að fá á sig níu mörk strax.

Fyrsta stig Framara
Það var aðeins minna fjör í Safamýri þar sem nýliðar Fram fengu Skagamenn í heimsókn. Tvö gömul stórveldi að mætast.

Svo fór að liðin skildu jöfn. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir um miðjan fyrri hálfleik en rétt fyrir leikhlé jafnaði Eyþór Aron Wöhler metin.

Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og niðurstaðan jafntefli. ÍA er með fimm stig og hefur ekki enn tapað leik, en Fram er með eitt stig núna.

Víkingur R. 4 - 5 Stjarnan
1-0 Nikolaj Andreas Hansen ('3 )
1-1 Emil Atlason ('19 )
1-2 Adolf Daði Birgisson ('27 )
1-3 Emil Atlason ('29 )
2-3 Kristall Máni Ingason ('33 )
2-4 Eggert Aron Guðmundsson ('64 )
3-4 Kristall Máni Ingason ('68 , víti)
3-5 Emil Atlason ('74 )
4-5 Kristall Máni Ingason ('80 )
Lestu um leikinn

Fram 1 - 1 ÍA
1-0 Guðmundur Magnússon ('22 )
1-1 Eyþór Aron Wöhler ('42 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner