Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 02. júlí 2020 18:00
Magnús Már Einarsson
Cazorla í viðræðum við Besiktas
Tyrkneska félagið Besiktas er í viðræðum við spænska miðjumanninn Santi Cazorla.

Hinn 35 ára gamli Cazorla gæti verið á förum frá Villarreal en samningur hans þar er að renna út.

Cazorla er kominn aftur á fleygiferð eftir erfið meiðsli undir lok ferils síns hjá Arsenal.

Um tíma var óttast að Cazorla þyrfti að leggja skóna á hilluna en hann hefur náð flugi á nýjan leik með Villarreal.

Cazorla hefur sjálfur sagt að hann ætli að gefa sér tíma á næstunni í að ákveða framtíð sína.
Athugasemdir