Valur sækir KA heim í undanúrslitlaeik Mjólkurbikars karla klukkan 18:00 í dag en þá mætir Arnar Grétarsson þjálfari Vals gömlu lærissveinunum sínum hvar hann starfaði áður en hann kom til Vals.
Eftir mjög brösuga byrjun á tímabilinu hefur KA unnið tvo leiki í röð gegn HK og Fram og er í 10. sæti Bestu-deildarinnar. Arnar samgleðst þeim að vera að komast á beinu brautina.
Eftir mjög brösuga byrjun á tímabilinu hefur KA unnið tvo leiki í röð gegn HK og Fram og er í 10. sæti Bestu-deildarinnar. Arnar samgleðst þeim að vera að komast á beinu brautina.
i>„Ég átti tvö og hálft ár góð á Akureyri og er með margar góðar minningar þaðan. Ég er ánægður fyrir þeirra hönd að þeir eru aðeins að rétta úr kútnum. Þeir eru með alltof gott lið til að vera í þeirri stöðu sem þeir eru," sagði Arnar við Fótbolta.net á laugardaginn. Hann ætlar sér sigur í kvöld.
„.Við erum klárlega ekki að fara þangað og ætla að fara að gefa þeim eitthvað, við viljum fara í þennan úrslitaleik," sagði Arnar en úrslitaleikurinn fer fram 23. ágúst.
„Fyrir þá er þetta leikur sem getur breytt tímabilinu hjá þeim því þeir eru búnir að vera í basli. Að komast í úrslitaleik í bikar og eiga möguleika að komast í Evrópu þar myndi gjörbreyta öllu. Sama fyrir okkur, við viljum fara alla leið og vinna þessa keppni. Við erum einum leik frá úrslitaleik og ég veit það er sama markmið þar."
Athugasemdir