Leik Kórdrengja og Víkings Ó. var frestað vegna veiruvandræða en öðrum leikjum í 14. umferð Lengjudeildarinnar er lokið og Fótbolti.net hefur valið úrvalslið umferðarinnar.
Í úrvalsliðinu má meðal annars finna Pétur Bjarnason en hann skoraði þrennu fyrir Vestra í ótrúlegum 4-3 sigri gegn Gróttu. Vestramenn eru í fimmta sæti deildarinnar.
Í úrvalsliðinu má meðal annars finna Pétur Bjarnason en hann skoraði þrennu fyrir Vestra í ótrúlegum 4-3 sigri gegn Gróttu. Vestramenn eru í fimmta sæti deildarinnar.
Topplið Fram gerði góða ferð norður á Akureyri og vann 2-0 útisigur. Indriði Áki Þorláksson skoraði seinna mark leiksins en maður leiksins, með tvær stoðsendingar, var Albert Hafsteinsson sem er valinn í úrvalsliðið í sjötta sinn í sumar.
Hlynur Atli Magnússon átti öflugan leik í vörninni gegn sínu fyrrum félagi og þá kemst markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson einnig í úrvalsliðið. Fram á því fjóra leikmenn að þessu sinni.
Þróttur vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Selfossi í fallbaráttuslag. Róbert Hauksson skoraði eitt og lagði upp tvö í 3-0 sigri. Kairo Edwards-John er einnig í úrvalsliðinu en hann skoraði fyrsta mark leiksins. Guðlaugur Baldursson þjálfari Þróttar var ekki á hliðarlínunni en hann fór í einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19. Jens Elvar Sævarsson og Sam Hewson stýrðu liðinu í leiknum og er þjálfarateymi Þróttar þjálfari umferðarinnar.
ÍBV vann 2-0 heimasigur gegn Aftureldingu. Breki Ómarsson skoraði fyrra mark leiksins og var valinn maður leiksins. Eiður Aron Sigurbjörnsson er einnig í úrvalsliðinu en þetta er í fimmta sinn sem hann er valinn í það. Eyjamenn eru í öðru sæti deildarinnar og tóku því annað skref í átt að Pepsi Max.
Jóhann Árni Gunnarsson var maður leiksins þegar Fjölnir lagði Grindavík 2-1. Grindvíkingar léku manni færri stærstan hluta leiksins og átti varnarmaðurinn Josip Zeba stóran þátt í því að liðið hélt sér í baráttunni allt fram í lokaflaut.
Sjá einnig:
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir