Topplið Fram er komið með tíu stiga forystu á þriðja sætið í Lengjudeildinni eftir magnaðan 4-3 sigur gegn Kórdrengjum í fótboltaveislu í Sambamýri í gær.
Albert Hafsteinsson fór með himinskautum og skoraði þrennu en hann er valinn í úrvalslið umferðarinnar í fimmta sinn. Alex Freyr Elísson skoraði mark og átti stoðsendingu og er einnig í úrvalsliðinu.
Albert Hafsteinsson fór með himinskautum og skoraði þrennu en hann er valinn í úrvalslið umferðarinnar í fimmta sinn. Alex Freyr Elísson skoraði mark og átti stoðsendingu og er einnig í úrvalsliðinu.
ÍBV heldur áfram á sigurbraut og er komið í flotta stöðu í 2. sæti deildarinnar. Liðið lenti þó í kröppum dansi gegn fallbaráttuliði Þróttar og vann nauman 1-0 útisigur þar sem Felix Örn Friðriksson reyndist hetjan í lok leiksins. Markvörðurinn Halldór Páll Geirsson er einnig í úrvalsliðinu.
Fjölnismenn halda áfram að hrapa niður töfluna. Þeir töpuðu 2-1 gegn Vestra á Ísafirði þar sem Chechu Meneses og Kundai Benyu voru bestu menn. Heiðar Birnir, þjálfari Vestra, er þjálfari umferðarinnar.
Atli Rafn Guðbjartsson var maður leiksins þegar Selfoss og Þór gerðu 1-1 jafntefli. Petar Planic í vörn Þórsara var með sóknarmenn Selfyssinga í strangri gæslu.
Það var líf og fjör í Grindavík þar sem heimamenn gerðu 3-3 jafntefli gegn Aftureldingu. Spánverjinn Pedro Vazquez var valinn maður leiksins en hann hefur reynst Mosfellingum vel og er valinn í úrvalsliðið í fjórða sinn. Sigurður Bjartur Hallsson heldur áfram að skora og var bestur í Grindavíkurliðinu.
Þá er Pétur Theódór Árnason, hinn umtalaði sóknarmaður Gróttu, í úrvalsliðinu eftir þrennu í 3-2 sigri gegn Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum í Víkingi Ólafsvík. Pétur er kominn með þrettán mörk í deildinni.
Sjá einnig:
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir