Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mán 17. maí 2021 11:50
Fótbolti.net
Lið 2. umferðar - Albert aftur í úrvalsliðinu
Lengjudeildin
Albert Hafsteinsson byrjar tímabilið frábærlega.
Albert Hafsteinsson byrjar tímabilið frábærlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Þór Viðarsson.
Bjarki Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri, Fram og Fjölnir eru með fullt hús eftir tvær umferðir í Lengjudeildinni. Vestramenn unnu Þróttara 3-1 á útivelli eftir að hafa lent undir í leiknum.

Maður leiksins var danski miðjumaðurinn Nicolaj Madsen en hann skoraði glæsilegt aukaspyrnumark í leiknum og er í úrvalsliði 2. umferðar.

Fram vann ÍBV 2-0 í Vestmannaeyjum í leik þar sem Gunnar Gunnarsson var mjög traustur í miðri vörn Fram og var valinn maður leiksins. Albert Hafsteinsson skoraði úr víti í leiknum en hann var einnig í úrvalsliði fyrstu umferðarinnar.

Fjölnismenn unnu þá 1-0 sigur gegn Gróttu þar sem Valdimar Ingi Jónsson skoraði eina mark leiksins. Sigurjón Daði Harðarson átti mjög góðan leik í marki Grafarvogsliðsins.



Eftir skell í fyrstu umferð svaraði Selfoss með því að vinna öflugan sigur gegn Kórdrengjum á útivelli 3-1. Emir Dokara og Þormar Elvarsson áttu flottan leik fyrir Selfyssinga og þá skoraði Hrvoje Tokic tvö mörk.

Þórsarar unnu áhugaverðan 4-1 sigur gegn Grindavík. Bjarki Þór Viðarsson var á meðal markaskorara Þórs og Ólafur Aron Pétursson er einnig í úrvalsliðinu. Þá er þjálfari umferðarinnar Orri Hjaltalín, þjálfari Þórsara.

Sjá einnig:
Úrvalslið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner