Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 23. maí 2021 12:45
Elvar Geir Magnússon
Lið 3. umferðar - Geggjuð samvinna Kristófers og Péturs
Lengjudeildin
Pétur Theodór Árnason skoraði þrennur og Kristófer Melsted átti fjórar stoðsendingar í 5-0 sigri Gróttu gegn Vestra.
Pétur Theodór Árnason skoraði þrennur og Kristófer Melsted átti fjórar stoðsendingar í 5-0 sigri Gróttu gegn Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fred er í úrvalsliðinu í annað sinn í þremur umferðum.
Fred er í úrvalsliðinu í annað sinn í þremur umferðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurjón Daði markvörður Fjölnis.
Sigurjón Daði markvörður Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir og Fram eru með fullt hús í Lengjudeildinni eftir þrjár umferðir. Grafarvogsliðið vann 2-0 sigur gegn Grindavík í 3. umferðinni og Fram rúllaði yfir Þór Akureyri 4-1.

Sigurjón Daði Harðarson átti tvær frábærar markvörslur í sigri Fjölnismanna og var valinn maður leiksins. Þetta er önnur umferðin í röð sem hann er í úrvalsliðinu. Ragnar Leósson koma af bekknum í hálfleik og breytti sóknarleik Fjölnis.

Indriði Áki Þorláksson skoraði tvö mörk fyrir Framara og var valinn maður leiksins. Þá heldur Fred áfram að spila frábærlega og er í úrvalsliðinu í annað sinn.

Alls voru 25 mörk skoruð í leikjunum sex í þessari umferð og nóg af mörkum í úrvalsliðinu!



Eftir erfiða byrjun á mótinu mættu Helgi Sigurðsson og lærisveinar í ÍBV í Mosfellsbæinn og rúlluðu yfir Aftureldingu. Gonzalo Zamorano og Sito skoruðu tvö mörk hvor og eru í úrvalsliðinu. Þar er einnig varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson.



Pétur Theodór Árnason heldur áfram að raða inn mörkum og skoraði þrennu í svakalegum 5-0 sigri Gróttu gegn Vestra. Kristófer Melsted var hinsvegar valinn maður leiksins en hann átti fjórar stoðsendingar í leiknum!

Davíð Þór Ásbjörnsson var á miðjunni hjá Kórdrengjum í mikilvægum sigri liðsins gegn Víkingi Ólafsvík. Davíð skoraði tvívegis, hann var á miðsvæðinu í leiknum en fær pláss í vörninni í úrvalsliðinu.

Þróttur komst á blað í deildinni með hrikalega öflugum 3-1 sigri gegn Selfossi. Baneitraðar skyndisóknir voru lykillinn að sigri Þróttar og þar var Kairo Edwards-John í aðahlutverki.

Sjá einnig:
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner