mán 28. júní 2021 13:45
Elvar Geir Magnússon
Lið 8. umferðar - Feikilega öflugir varnarmenn
Lengjudeildin
Davíð Þór Ásbjörnsson.
Davíð Þór Ásbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elí Sævarsson.
Aron Elí Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Freyr Arnarsson.
Daði Freyr Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áttunda umferð Lengjudeildarinnar er að baki en Þórsarar eiga flesta fulltrúa í liðinu eftir 3-0 útisigur liðsins gegn Fjölni.

Orri Hjaltalín er þjálfari umferðarinnar og leikmaður umferðarinnar er Alvaro Montejo sem skoraði öll þrjú mörk Akureyrarliðsins. Í úrvalsliðinu eru tveir aðrir leikmenn Þórs; Daði Freyr Arnarsson markvörður og varnarmaðurinn Birgir Ómar Hlynsson.



Eyjamenn eru skyndilega komnir upp í annað sætið en þeir gerðu góða ferð til Ísafjarðar og unnu 3-0 útisigur. Eiður Aron Sigurbjörnsson er í úrvalsliðinu í fjórða sinn í sumar og þá er Sito einnig í liðinu eftir að hafa skorað tvívegis.

Framarar halda áfram á sigurbraut en þeir hafa unnið alla leiki sína. Varnarmaðurinn Kyle McLagan var valinn maður leiksins í 1-0 sigri gegn Gróttu en Seltirningar eru í frjálsu falli í deildinni.

Kórdrengir jöfnuðu í 1-1 með flautumarki gegn Grindavík í stórleik umferðarinnar. Josib Zeba er fulltrúi Grindavíkur í úrvalsliðinu og Davíð Þór Ásbjörnsson er fulltrúi Kórdrengja.

Afturelding hafði yfirburði gegn Þrótti í baráttu í neðri hlutanum og vann 3-1 útisigur. Kristján Atli Marteinsson og Aron Elí Sævarsson voru bestu menn vallarins að mati Fótbolta.net.

Þá skoraði Hrvoje Tokic tvívegis þegar Selfoss vann botnbaráttuslag gegn Víkingi Ólafsvík 5-3. Áhugavert er að öll mörk leiksins voru skoruð af erlendum leikmönnum.

Sjá einnig:
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner