Fram vann toppslaginn gegn Fjölni í 4. umferð Lengjudeildarinnar en spilað var við erfiðar aðstæður í hávaðaroki í Grafarvoginum á föstudagskvöld. Framarar eru með fullt hús í deildinni.
Albert Hafsteinsson var valinn maður leiksins en hann skoraði eina markið á 22. mínútu. Þetta er í þriðja sinn í fjórum fyrstu umferðunum sem Albert er í úrvalsliðinu. Tveir aðrir leikmenn Fram; markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson og varnarmaðurinn Kyle McLagan komast einnig í úrvalsliðið.
Hallvarður Óskar Sigurðarson var besti leikmaður Fjölnis. Hann kom mjög sprækur inn á og kveikti í sóknarleik Fjölnis.
Albert Hafsteinsson var valinn maður leiksins en hann skoraði eina markið á 22. mínútu. Þetta er í þriðja sinn í fjórum fyrstu umferðunum sem Albert er í úrvalsliðinu. Tveir aðrir leikmenn Fram; markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson og varnarmaðurinn Kyle McLagan komast einnig í úrvalsliðið.
Hallvarður Óskar Sigurðarson var besti leikmaður Fjölnis. Hann kom mjög sprækur inn á og kveikti í sóknarleik Fjölnis.
Þjálfari umferðarinnar er Sigurbjörn Hreiðarsson hjá Grindavík en liðið fór vestur á Ísafjörð og vann sterkan 3-2 útisigur.
Sigurður Grétar Benónýsson skoraði fyrra mark ÍBV í 2-0 sigri gegn Víkingi Ólafsvík. Bakvörðurinn Felix Örn Friðriksson kemst einnig í úrvalsliðið.
Connor Simpson skoraði sigurmark Kórdrengja í mikilvægum leik gegn Þrótti. Kórdrengir eiga einnig Ásgeir Frank Ásgeirsson í úrvalsliðinu.
Valdimar Jóhannsson kom af bekknum hjá Selfossi í 3-3 jafntefli gegn Gróttu. Seltirningar komust þremur mörkum yfir en Valdimar vann víti og skoraði og átti stóran þátt í endurkomu Selfyssinga.
Þá vann Þór 2-1 sigur gegn Aftureldingu. Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Montejo var valinn maður leiksins en hann skoraði fyrra mark Akureyrarliðsins. Fannar Daði Malmquist Einarsson kemst einnig í úrvalsliðið en hann skoraði seinna markið.
Sjá einnig:
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir