Níunda umferð Lengjudeildarinnar fór fram í gær. Þróttarar eiga auðvitað flesta leikmenn í úrvalsliði umferðarinnar eftir 7-0 sigur á Ólafsvík.
Guðlaugur Baldursson er þjálfari umferðarinnar og fjórir leikmenn hans komast í liðið. Hreinn Ingi Örnólfsson og Hafþór Pétursson voru öflugir í vörninni og þá átti Róbert Hauksson mjög góðan leik á miðjunni.
Kairo Edwards-John skoraði þrennu og lagði upp eitt. Hann er auðvitað í liðinu.
Guðlaugur Baldursson er þjálfari umferðarinnar og fjórir leikmenn hans komast í liðið. Hreinn Ingi Örnólfsson og Hafþór Pétursson voru öflugir í vörninni og þá átti Róbert Hauksson mjög góðan leik á miðjunni.
Kairo Edwards-John skoraði þrennu og lagði upp eitt. Hann er auðvitað í liðinu.
ÍBV hefur núna unnið fjóra leiki í röð. Þeir lögðu Selfoss að velli í gær og þar átti Atli Hrafn Andrason mjög öflugan leik.
Baldur Sigurðsson, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, var maður leiksins í markalausu jafntefli gegn Kórdrengjum og í jafntefli fyrir norðan varði Daði Freyr Arnarsson vel fyrir Þórsara.
Fram tapaði sínum fyrstu stigum í sumar er þeir gerðu 2-2 jafntefli gegn Grindavík. Dion Acoff og Laurens Symons voru potturinn og pannan í sóknarleik Grindavíkur en Tryggvi Snær Geirsson átti mjög góðan leik í liði Fram.
Síðast en ekki síst, þá kemst hinn spænski Pedro Vazquez í lið umferðarinnar eftir að hafa skorað sigurmark Aftureldingar gegn Gróttu.
Sjá einnig:
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir