þri 02. ágúst 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester þarf að jafna út bókhaldið: „Mjög erfitt sumar fyrir okkur"
Rodgers á í nánu sambandi við eigendur Leicester.
Rodgers á í nánu sambandi við eigendur Leicester.
Mynd: EPA
Rodgers segir að Fofana verði einn af bestu varnarmönnum heims.
Rodgers segir að Fofana verði einn af bestu varnarmönnum heims.
Mynd: EPA

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, segir að félagið sé statt í afar erfiðum félagaskiptaglugga þar sem einhverjir leikmenn verði að vera seldir til að hægt sé að kaupa inn nýja.


Leicester er eina úrvalsdeildarfélagið sem hefur ekki keypt einn einasta leikmann í sumar en þó eru lykilmenn liðsins orðaðir við brottför til ýmissa keppinauta.

Wesley Fofana, James Maddison, Youri Tielemans og Harvey Barnes eru þar á meðal og eru það meðal annars Chelsea og Newcastle sem hafa sýnt leikmönnum liðsins áhuga.

„Við erum nokkra leikmenn sem við viljum ekki missa en þegar allt kemur til alls þá þurfum við að selja leikmenn til að jafna út bókhaldið og virða fjármálareglur. Þetta verður mjög erfitt sumar fyrir okkur," sagði Rodgers.

„Félagið vill ekki eyða pening sem það á ekki til og ég styð þá stefnu heilshugar."

Leicester endaði í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, fjórum stigum frá Evrópusæti, og komst alla leið í undanúrslit Sambandsdeildarinnar.

„Þetta er stórkostlegt félag með frábæra eigendur sem hafa gert sitt besta til að berjast gegn þessum svokölluðu 'elítu' klúbbum. Við þurfum að einbeita okkur að þeim mannauði sem við erum með hjá félaginu fyrir, því við getum ekki leyft okkur að kaupa neina leikmenn án þess að selja fyrst.

„Markmiðið er að berjast um Evrópusæti og við erum með nægilega góðan leikmannahóp til að gera það."

Vandamálið er ekki að Leicester vanti pening, félagið mun brjóta fjármálareglur ef það jafnar ekki út bókhaldið með einum eða öðrum hætti.


Athugasemdir
banner
banner