Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 02. ágúst 2022 19:04
Brynjar Ingi Erluson
Milan kaupir De Ketelaere frá Club Brugge (Staðfest)
Charles de Ketelaere gerði fimm ára samning við Milan
Charles de Ketelaere gerði fimm ára samning við Milan
Mynd: AC Milan
Charles de Ketelaere er nú formlega genginn í raðir Milan frá Club Brugge í Belgíu. Ítalska félagið sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem það staðfesti kaupin.

Þessi 21 árs gamli leikmaður hefur verið orðaður við Milan í allt sumar og kom til borgarinnar á mánudag.

Viðræður drógust á langinn þar sem Milan var ekki reiðubúið að borga uppsett verð en samningar náðust á endanum og greiðir Milan 35 milljónir evra fyrir þjónustu hans.

Hann stóðst læknisskoðun hjá Milan fyrr í dag og skrifaði í kjölfarið undir fimm ára samning. De Ketelaere mun klæðast treyju númer 90.

De Ketelaere hefur spilað átta landsleiki fyrir Belgíu og skorað eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner