Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 02. september 2022 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kluivert orðinn leikmaður Valencia (Staðfest)

Valencia er búið að tryggja sér hollenska kantmanninn Justin Kluivert á lánssamningi frá AS Roma sem gildir út tímabilið.


Valencia getur keypt Kluivert fyrir 15 milljónir evra á meðan á lánsdvölinni stendur þar sem leikmaðurinn á tvö ár eftir af samningnum við Rómverja.

Fulham reyndi að krækja í Kluivert í sumar en kantmaðurinn endar í spænska boltanum þar sem hann reynir að fylla í skarðið sem Goncalo Guedes skilur eftir sig á vinstri vængnum.

Kluivert er tíundi leikmaðurinn sem gengur í raðir Valencia í sumar eftir komu Ilaix Moriba í gærkvöldi. Samu Castillejo og Edinson Cavani eru meðal nýrra leikmanna félagsins.

Kluivert er 23 ára gamall og kom að 13 mörkum í 31 leik með Nice á síðustu leiktíð.

Hann framlengid samninginn við Roma um eitt ár áður en hann skrifaði undir lánssamning við Valencia. Hann á því enn þrjú ár eftir af samningnum við Roma.

Valencia ætlaði að krækja í Bryan Gil á láni frá Tottenham en það gekk ekki upp og kom Kluivert í staðinn.


Athugasemdir
banner