Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 02. október 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Góðar fréttir fyrir Arsenal - Saka hristi strax af sér meiðslin
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: Getty Images
Það bárust góðar fréttir af æfingasvæði Arsenal í dag því Bukayo Saka æfði með liðinu.

Saka haltraði af velli í 0-4 sigri Arsenal gegn Bournemouth um liðna helgi og það leit ekki sérstaklega vel út á þeim tímapunkti.

Hann var hins vegar fljótur að mæta aftur á æfingasvæðið og æfði hann með liðinu í dag. Það er líklegt að Saka verði með gegn Lens í Meistaradeildinni núna í miðri viku.

Thomas Partey æfði einnig með Arsenal fyrir leikinn en hann er að snúa til baka eftir löng meiðsli.

Það er ekki víst að Partey verði með í leiknum í Frakklandi en það á eftir að koma í ljós.

Saka var á skotskónum í sigrinum gegn Bournemouth en hann er afar mikilvægur fyrir lið Arsenal sem er núna einu stigi frá toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn - Toppuðu sig í fáránleikanum
Athugasemdir
banner