Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 02. nóvember 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagur Dan á leið í oddaleik
Mynd: Getty Images

Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliði Orlando City þegar liðið heimsótti Charlotte í leik tvö í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í MLS deildinni í Bandaríkjunum í nótt.


Orlando vann fyrsta leikinn og gat því komist áfram með sigri í nótt.

Charlotte var mun betri aðilinn í leiknum en hvorugu liðinu tókst að skora og grípa þurfti í vítaspyrnukeppni. Dagur Dan tók ekki þátt í vítaspyrnukeppninni en hann var tekinn af velli undir lok leiksins.

Það gekk ekkert hjá Orlando á punktinum en Charlotte fór með 3-1 sigur af hólmi. Liðin mætast í oddaleik um sæti í næstu umferð þann 9. nóvember næstkomandi.


Athugasemdir
banner