PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Ekki valinn í hópinn vegna ummæla í brasilískum miðli
Mynd: EPA
Andreas Pereira, leikmaður Fulham, var ekki í hópnum hjá liðinu er það mætti Tottenham Hotspur í gær, en Marco Silva, stjóri liðsins, segir tæknilegar ástæður fyrir því að hann hafi ekki verið með.

Peireira mætti í viðtal hjá brasilískum miðli á dögunum þar sem hann kom inn á að það hafi verið óheppilegt að hann hafi ekki samið við franska félagið Marseille í sumar. Einnig sagðist hann bíða spenntur eftir janúarglugganum.

Leikmaðurinn birti tilkynningu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að viðtalið hafi verið ranglega þýtt og orð hans tekin úr samhengi.

Silva tók þá ákvörðun að velja hann ekki í hópinn en hann kom inn á það eftir leik að Pereira væri enn mikilvægur leikmaður og að hann tæki ekki ákvarðanir út frá viðtölum.

„Ég las ekki viðtalið. Ég veit um einhver atriði úr því en ef ég ætla að lesa viðtöl frá leikmönnum mínum þá verð ég að vera viss um að þeir hafi farið í þau. Það sem ég vil segja er að Andreas mun koma sterkari til baka. Hann verður mikilvægur leikmaður félagsins.“

„Það var ekki það að ég hafi sleppt því að velja hann í hópinn til að vernda hann. Ég tek ekki ákvarðanir út frá viðtölum, blöðum eða samfélagsmiðlum. Ákvarðanir mínar eru út frá því sem ég sé daglega frá leikmönnum á æfingum. Hann var ekki klár í að spila þennan leik,“
sagði Silva.
Athugasemdir
banner
banner
banner