Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 03. janúar 2020 14:24
Elvar Geir Magnússon
Drinkwater yfirgefur Burnley
Sean Dyche, stjóri Burnley, hefur staðfest að félagið muni ekki framlengja lánssamningi Danny Drinkwater.

Þessi 29 ára miðjumaður snýr því aftur til Chelsea.

Burnley fékk Drinkwater lánaðan síðasta sumar og gildir lánssamningurinn til 6. janúar. Hann hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir félagið.

Drinkwater hefur átt erfitt uppdráttar en hann var í frystikistunni hjá Chelsea á síðasta tímabili.

Í september meiddist hann á ökkla þegar hann lenti í slagsmálum fyrir utan næturklúbb í Manchester.

Hann var í Englandsmeistaraliði Leicester 2016.
Athugasemdir
banner
banner