Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. janúar 2020 12:12
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Darlington: Gary Martin kemur með nýja vídd
ÍBV lánar Gary Martin til sumars.
ÍBV lánar Gary Martin til sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alun Armstrong, stjóri Darlington, segir að Gary Martin, gullskóhafi Pepsi Max-deildarinnar, komi með nýja vídd í sóknarleik liðsins.

Gary Martin hefur verið lánaður frá ÍBV til Darlington en liðið leikur í ensku utandeildinni. Gary er frá Darlington.

Armstrong segir að líkamsstyrkur leikmannsins muni nýtast vel.

„Hann er stöðugt að. Hann tengir saman spilið og elskar að skora mörk. Hann er hugrakkur og lætur miðverðina hafa fyrir hlutunum. Hann er með öðruvísi eiginleika en þeir sem við höfum fyrir og ég er alltaf að leita að nýjum möguleikum," segir Armstrong.

„Hann hefur æft með okkur í um tvo mánuði og lítur vel út. Hann mun koma með öðruvísi hluti inn í lið okkar."

Hinn 29 ára Gary Martin lék með Val og ÍBV síðasta sumar í Pepsi Max-deildinni. Hann mun leika með ÍBV í 1. deildinni á þessu ári en Eyjamenn féllu úr efstu deild. Hann snýr aftur til ÍBV í lok mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner