Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 03. mars 2024 22:17
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: De Jong og Pedri meiddust báðir í bragðdaufum leik
Frenkie De Jong var sóttur inn á völlinn
Frenkie De Jong var sóttur inn á völlinn
Mynd: Getty Images
Athletic 0 - 0 Barcelona

Athletic Bilbao og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik í La Liga á Spáni í kvöld en leikurinn fór fram í Bilbao.

Bæði lið gáfu fá færi á sig og varð leikurinn frekar bragðdaufum af þeim sökum.

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong meiddist illa á ökkla eftir rúmar tuttugu mínútur og þurfti því að fara af velli, en fimm mínútum síðar átti Joao Cancelo ágætis tilraun af löngu færi sem Unai Simon varði.

Pedri, sem er lykilmaður í liði Barcelona eins og De Jong, meiddist undir lok hálfleiksins og þurfti einnig að fara af velli. Þeir tveir bætast því meiðslalista Barcelona sem er orðinn heldur langur, en Ferran Torres, Gavi og Alejandro Balde eru allir frá.

Í síðari hálfleiknum vildu Börsungar fá vítaspyrnu eftir að Lamine Yamal var tekinn niður í teignum, en ekkert dæmt og mun Xavi, þjálfari Barcelona, væntanlega ræða það frekar eftir leikinn.

Athletic fékk eitt gott færi til að ná í sigurinn fyrir heimamenn er Dani Garcia skallaði boltann, en hann rataði ekki á markið og lokatölur því 0-0.

Barcelona fékk þarna gullið tækifæri til að saxa á forystu Real Madrid á toppnum og um leið koma sér í annað sætið, en sættir sig við að vera áfram í 3. sæti með 58 stig, átta stigum frá toppnum. Athletic er í 5. sæti með 50 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 33 26 6 1 71 22 +49 84
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 33 13 12 8 46 35 +11 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner