Leikmenn Paris Saint-Germain spila með nafn spænska markvarðarins Sergio Rico á bakinu í fyrri hálfleiknum gegn Clermont í lokaumferð frönsku deildarinnar í kvöld.
Rico datt af hestbaki á Spáni á dögunum sögðu spænskir miðlar frá því að annar hestur hafi sparkað í höfuð hans í kjölfarið.
Honum er haldið sofandi í öndunarvél en ekki er vitað um batahorfur hans.
Leikmenn PSG sýna honum og fjölskyldu hans stuðning með því að spila með nafn hans á bakinu í fyrri hálfleiknum gegn Clermont en leikurinn hefst klukkan 19:00.
#ÁnimoSergioRico ??????#PSGCF63 https://t.co/pXd2jjK6ke pic.twitter.com/2jUKfs3LvK
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) June 3, 2023
Athugasemdir