Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   lau 03. júní 2023 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Spila með nafn Sergio Rico á bakinu
Mynd: PSG
Leikmenn Paris Saint-Germain spila með nafn spænska markvarðarins Sergio Rico á bakinu í fyrri hálfleiknum gegn Clermont í lokaumferð frönsku deildarinnar í kvöld.

Rico datt af hestbaki á Spáni á dögunum sögðu spænskir miðlar frá því að annar hestur hafi sparkað í höfuð hans í kjölfarið.

Honum er haldið sofandi í öndunarvél en ekki er vitað um batahorfur hans.

Leikmenn PSG sýna honum og fjölskyldu hans stuðning með því að spila með nafn hans á bakinu í fyrri hálfleiknum gegn Clermont en leikurinn hefst klukkan 19:00.


Athugasemdir
banner
banner