Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 03. júlí 2021 13:14
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pétur dæmir ekki meira á tímabilinu - Þorvaldur mættur í slaginn
Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson.
Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Guðmundsson dæmir ekki fleiri leiki þetta tímabilið en hann þurfti að gangast undir aðgerð vegna meiðsla.

Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í hádeginu. Pétur er einn besti og reyndasti dómari Pepsi Max-deildarinnar og þetta vondar fréttir fyrir þriðja liðið svokallaða.



Góðu fréttirnar eru þær að Þorvaldur Árnason er kominn á skrið að nýju. Hann hefur verið að dæma í Lengjudeildinni og dæmir sinn fyrsta Pepsi Max-deildarleik á tímabilinu núna klukkan 14 þegar Stjarnan og Keflavík eigast við.
Athugasemdir
banner
banner
banner