Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. nóvember 2024 10:30
Sölvi Haraldsson
Saliba: Arsenal átti skilið að tapa
William Saliba.
William Saliba.
Mynd: Getty Images

Arsenal tapaði gegn Newcastle á St. James Park í hádeginu í gær 1-0. Alexander Isak kom heimamönnum yfir snemma leiks sem reyndist svo vera sigurmarkið. Arsenal hefur ekki unnið í seinustu þremur deildarleikjum og gætu dottið úr Meistaradeildarsætinu í dag.


Samkvæmt tölfræðinni var Arsenal betri aðilinn í leiknum en þrátt fyrir það fannst William Saliba, varnarmaður Arsenal, Arsenal eiga skilið að tapa.

Við erum sárir því okkur langaði að vinna. En því miður gerðum við það ekki og við spiluðum heldur ekki eins og við vildum. Arsenal átti skilið að tapa í dag, held ég.

Við spiluðum ekki eins og við vildum spila, við áttum ekki skilið að vinna. En það er allt í lagi, við einbeitum okkur að næstu viku núna.“ sagði Saliba en Arsenal á Inter Milan á útivelli í vikunni og þar á eftir nágrannaslag gegn Chelsea í, einnig á útivelli.

Arsenal er ekki búið að vinna í seinustu þremur deildarleikjum og gætu dottið úr Meistaradeildarsætinu í dag.

Við þurfum að standa saman núna. Í fyrra áttum við svona slæman kafla þar sem við stóðum saman og sjálfstraustið varð alltaf meira og meira. Við trúum því að við getum snúið þessu við og komið til baka.“ sagði Saliba að lokum.


Athugasemdir
banner