Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 03. desember 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Shearer dásamar Ronaldo - „Stórkostleg afrek”
Alan Shearer
Alan Shearer
Mynd: Getty Images
Fyrrum enski landsliðsmaðurinn, Alan Shearer, gat varla lýst því með orðum er Cristiano Ronaldo fór yfir 800 marka múrinn í gær en hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem nær þeim áfanga.

Ronaldo skoraði tvívegis í 3-2 sigrinum á Arsenal og er nú kominn með 801 mark í öllum keppnum bæði félagsliði og landsliði.

Hann er eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur náð þeim merka áfanga en brasilíska goðsögnin Pele skoraði 765 mörk á ferli sínum og þá er Lionel Messi með 756 mörk.

Shearer var sjálfur iðinn við kolann á sínum ferli og skoraði 409 mörk en hann gat ekki annað en hrósað Ronaldo í gær.

„Maður verður bara að sitja þarna og segja 'Vá' og klappa fyrir honum," sagði Shearer á Amazon Prime Video.


Athugasemdir
banner
banner