Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. janúar 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund og Leicester bjóða í Demiral
Demiral í baráttunni við Ciro Immobile.
Demiral í baráttunni við Ciro Immobile.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund og Leicester City eru bæði búin að bjóða í Merih Demiral, ungan varnarmann Juventus, samkvæmt ítalska fréttamanninum Gianluca Di Marzio.

Demiral er 21 árs Tyrki sem kom í ítalska boltann í janúar í fyrra þegar hann gekk í raðir Sassuolo. Hann gerði frábæra hluti og var keyptur til Juventus síðasta sumar.

Hann spilaði aðeins einn leik fyrir Juve í haust en vann sér inn byrjunarliðssæti í desember og er búinn að spila síðustu fjóra leiki Juve, með Matthijs de Ligt á bekknum.

Di Marzio segir Dortmund bjóða um 40 milljónir evra fyrir tyrkneska landsliðsmanninn á meðan Leicester bauð aðeins 30 milljónir. Juve er talið vilja halda honum og losa sig frekar við Daniele Rugani og Emre Can.

Juve borgaði 18 milljónir evra fyrir Demiral síðasta sumar.

Sögur á Ítalíu herma að Juve sé þegar búið að hafna tilboði Leicester.
Athugasemdir
banner
banner
banner