Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 04. janúar 2020 06:00
Fótbolti.net
Enska hringborðið, Leiknir Fásk og lenging á X977 í dag
Mynd: Daníel Þór Cekic
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á X977 í dag, eins og venjan er á laugardögum milli 12 og 14.

Í fyrri hluta þáttarins verður enska hringborðið dregið fram. Kristján Atli Ragnarsson, stuðningsmaður Liverpool, ræðir við Elvar Geir og Tómas Þór um allt það helsta í enska boltanum.

Í seinni hlutanum verður íslenski boltinn í brennidepli. Brynjar Skúlason, þjálfari Leiknis á Fáskrúðsfirði, verður á línunni.

Brynjar ræðir um öflugan árangur Fáskrúðsfirðinga á liðnu ári en liðið komst óvænt upp í 1. deildina, þvert á allar spár. Þá verða aðstöðumál liðsins einnig til umræðu.

Einnig verður framhald á umræðu um mögulega lengingu Íslandsmótsins. Rætt verður við Arnar Svein Geirsson, forseta leikmannasamtakana.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner