þri 04. febrúar 2020 14:30
Fótbolti.net
Ívar Orri valinn dómari ársins
Besti dómarinn 2019
Ívar Orri Kristjánsson.
Ívar Orri Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson dæmdi úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í gærkvöldi og eftir leikinn fékk hann loks afhendan verðlaunagrip fyrir að vera dómari ársins 2019.

Ívar, sem er fæddur 1989, hefur undanfarin ár verið að klifra hratt og örugglega upp dómarastigann og er í hópi alþjóðlegra dómara hér á landi. Í dag er hann einn okkar besti dómari og var að mati Fótbolta.net besti dómarinn á síðasta tímabili.

Fótbolti.net hefur valið dómara ársins frá 2011 en Erlendur Eiríksson og Gunnar Jarl Jónsson hafa fengið þann titil í tvígang.

Sjá einnig:
Þóroddur Hjaltalín dómari ársins 2018
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari ársins 2017
Þorvaldur Árnason dómari ársins 2016
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2015
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2014
Garðar Örn Hinriksson dómari ársins 2013
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner