Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   þri 29. september 2015 13:11
Elvar Geir Magnússon
Besti dómarinn 2015: Væri ekki verra að hafa talsmann
Erlendur Eiríksson
Erlendur Eiríksson.
Erlendur Eiríksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur gengið mjög vel í sumar og ég er sáttur," sagði Erlendur Eiríksson við Fótbolta.net í dag en hann er dómari ársins í Pepsi-deildinni að mati Fótbolta.net.

Dómgæslan hefur nokkrum sinnum í sumar gripið fyrirsagnirnar. „Við erum að búa til eitthvað fyrir ykkur," sagði Erlendur léttur í bragði. „Auðvitað eru einstaka atvik en við viljum gera sem fæst mistök."

Dómarar mega ekki tjá sig um einstaka atvik í viðtölum en Erlendur telur að það væri gott að hafa talsmann dómara á Íslandi. „Ég hugsa að það væri ekkert vera fyrir okkur að vera með talsmann."

Á næsta ári verður fjórði dómari til aðstoðar í öllum leikjum í Pepsi-deild karla en mun meira var um fjórða dómara á leikjunum í ár.

„Fjórði dómari hjálpar mikið til að hafa stjórn á bekkjunum og vera fjórða augað inn á völlinn," sagði Erlendur sem reiknar með að halda áfram að flauta.

„Meðan maður hefur gaman að þessu og líkaminn leyfir þá heldur maður áfram," sagði Erlendur að lokum.

Sjá einnig:
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2014
Garðar Örn Hinriksson dómari ársins 2013
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir
banner