Erlendur Eiríksson
„Þetta hefur gengið mjög vel í sumar og ég er sáttur," sagði Erlendur Eiríksson við Fótbolta.net í dag en hann er dómari ársins í Pepsi-deildinni að mati Fótbolta.net.
Dómgæslan hefur nokkrum sinnum í sumar gripið fyrirsagnirnar. „Við erum að búa til eitthvað fyrir ykkur," sagði Erlendur léttur í bragði. „Auðvitað eru einstaka atvik en við viljum gera sem fæst mistök."
Dómarar mega ekki tjá sig um einstaka atvik í viðtölum en Erlendur telur að það væri gott að hafa talsmann dómara á Íslandi. „Ég hugsa að það væri ekkert vera fyrir okkur að vera með talsmann."
Á næsta ári verður fjórði dómari til aðstoðar í öllum leikjum í Pepsi-deild karla en mun meira var um fjórða dómara á leikjunum í ár.
„Fjórði dómari hjálpar mikið til að hafa stjórn á bekkjunum og vera fjórða augað inn á völlinn," sagði Erlendur sem reiknar með að halda áfram að flauta.
„Meðan maður hefur gaman að þessu og líkaminn leyfir þá heldur maður áfram," sagði Erlendur að lokum.
Sjá einnig:
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2014
Garðar Örn Hinriksson dómari ársins 2013
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir