Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   þri 26. september 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Besti dómarinn 2017: Það er ekki auðvelt að standa í þessu
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Vilhjálmur dæmdi bikarúrslitaleikinn í ár.
Vilhjálmur dæmdi bikarúrslitaleikinn í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson hefur verið valinn besti dómari ársins 2017 af Fótbolta.net. Vilhjálmur, sem er 32 ára, er sammála því að þetta hafi verið hans besta tímabil.

„Það hefur gengið vel í sumar. Ég kom vel undirbúinn til leiks og leikirnir hafa flestir gengið vel að mínu mati. Ég get ekki kvartað," segir Vilhjálmur sem dæmdi meðal annars bikarúrslitaleik ÍBV og FH.

„Ég persónulega reyni að setja mér markmið fyrir hvert tímabil og bikarúrslitaleikur var klárlega eitt af þeim markmiðum. Ég tel mig hafa sýnt það með frammistöðu minni framan af sumri að ég gerði tilkall í að fá hann. Ég var glaður og stoltur að fá þann leik."

Varðandi dómgæsluna í heild sinni í sumar er Vilhjálmur sammála því að yngri dómarar deildarinnar hafi tekið miklum framförum í sumar.

„Ívar Orri og Helgi Mikael hafa verið að koma mjög öflugir inn. Ívar Orri hefur stigið mjög upp eftir kannski erfiða byrjun á hans ferli. Hann hefur þroskast um mörg dómaraár og ég held að hann eigi eftir að verða enn betri. Helgi hefur verið öflugur og það eru fleiri að koma inn, þrátt fyrir að þeir mættu vera fleiri."

„Dómgæslan stendur á ákveðnum tímapunkti. Það eru kynslóðaskipti að ganga í gegn og það þarf að halda vel á spöðunum til að það skili sér áfram í góðri dómgæslu."

Það voru stór tíðindi í dómaramálunum í gær þegar Gunnar Jarl tilkynnti að hann ætlaði að taka sér frí frá dómgæslu.

„Það er mjög vont að missa hann. Ég vona dómgæslunnar vegna að þetta verði ekki meira en eitt ár í pásu. Þetta sýnir að það er ekki auðvelt að standa í þessu. Það er mjög mikil pressa og mikill tími sem fer í þetta. Vonandi tekur hann ekki lengra en eitt ár í pásu," segir Vilhjálmur Alvar.

Sjá einnig:
Þorvaldur Árnason dómari ársins 2016
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2015
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2014
Garðar Örn Hinriksson dómari ársins 2013
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir
banner