Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 26. september 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Besti dómarinn 2017: Það er ekki auðvelt að standa í þessu
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Vilhjálmur dæmdi bikarúrslitaleikinn í ár.
Vilhjálmur dæmdi bikarúrslitaleikinn í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson hefur verið valinn besti dómari ársins 2017 af Fótbolta.net. Vilhjálmur, sem er 32 ára, er sammála því að þetta hafi verið hans besta tímabil.

„Það hefur gengið vel í sumar. Ég kom vel undirbúinn til leiks og leikirnir hafa flestir gengið vel að mínu mati. Ég get ekki kvartað," segir Vilhjálmur sem dæmdi meðal annars bikarúrslitaleik ÍBV og FH.

„Ég persónulega reyni að setja mér markmið fyrir hvert tímabil og bikarúrslitaleikur var klárlega eitt af þeim markmiðum. Ég tel mig hafa sýnt það með frammistöðu minni framan af sumri að ég gerði tilkall í að fá hann. Ég var glaður og stoltur að fá þann leik."

Varðandi dómgæsluna í heild sinni í sumar er Vilhjálmur sammála því að yngri dómarar deildarinnar hafi tekið miklum framförum í sumar.

„Ívar Orri og Helgi Mikael hafa verið að koma mjög öflugir inn. Ívar Orri hefur stigið mjög upp eftir kannski erfiða byrjun á hans ferli. Hann hefur þroskast um mörg dómaraár og ég held að hann eigi eftir að verða enn betri. Helgi hefur verið öflugur og það eru fleiri að koma inn, þrátt fyrir að þeir mættu vera fleiri."

„Dómgæslan stendur á ákveðnum tímapunkti. Það eru kynslóðaskipti að ganga í gegn og það þarf að halda vel á spöðunum til að það skili sér áfram í góðri dómgæslu."

Það voru stór tíðindi í dómaramálunum í gær þegar Gunnar Jarl tilkynnti að hann ætlaði að taka sér frí frá dómgæslu.

„Það er mjög vont að missa hann. Ég vona dómgæslunnar vegna að þetta verði ekki meira en eitt ár í pásu. Þetta sýnir að það er ekki auðvelt að standa í þessu. Það er mjög mikil pressa og mikill tími sem fer í þetta. Vonandi tekur hann ekki lengra en eitt ár í pásu," segir Vilhjálmur Alvar.

Sjá einnig:
Þorvaldur Árnason dómari ársins 2016
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2015
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2014
Garðar Örn Hinriksson dómari ársins 2013
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner