Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 26. september 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Besti dómarinn 2017: Það er ekki auðvelt að standa í þessu
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Vilhjálmur dæmdi bikarúrslitaleikinn í ár.
Vilhjálmur dæmdi bikarúrslitaleikinn í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson hefur verið valinn besti dómari ársins 2017 af Fótbolta.net. Vilhjálmur, sem er 32 ára, er sammála því að þetta hafi verið hans besta tímabil.

„Það hefur gengið vel í sumar. Ég kom vel undirbúinn til leiks og leikirnir hafa flestir gengið vel að mínu mati. Ég get ekki kvartað," segir Vilhjálmur sem dæmdi meðal annars bikarúrslitaleik ÍBV og FH.

„Ég persónulega reyni að setja mér markmið fyrir hvert tímabil og bikarúrslitaleikur var klárlega eitt af þeim markmiðum. Ég tel mig hafa sýnt það með frammistöðu minni framan af sumri að ég gerði tilkall í að fá hann. Ég var glaður og stoltur að fá þann leik."

Varðandi dómgæsluna í heild sinni í sumar er Vilhjálmur sammála því að yngri dómarar deildarinnar hafi tekið miklum framförum í sumar.

„Ívar Orri og Helgi Mikael hafa verið að koma mjög öflugir inn. Ívar Orri hefur stigið mjög upp eftir kannski erfiða byrjun á hans ferli. Hann hefur þroskast um mörg dómaraár og ég held að hann eigi eftir að verða enn betri. Helgi hefur verið öflugur og það eru fleiri að koma inn, þrátt fyrir að þeir mættu vera fleiri."

„Dómgæslan stendur á ákveðnum tímapunkti. Það eru kynslóðaskipti að ganga í gegn og það þarf að halda vel á spöðunum til að það skili sér áfram í góðri dómgæslu."

Það voru stór tíðindi í dómaramálunum í gær þegar Gunnar Jarl tilkynnti að hann ætlaði að taka sér frí frá dómgæslu.

„Það er mjög vont að missa hann. Ég vona dómgæslunnar vegna að þetta verði ekki meira en eitt ár í pásu. Þetta sýnir að það er ekki auðvelt að standa í þessu. Það er mjög mikil pressa og mikill tími sem fer í þetta. Vonandi tekur hann ekki lengra en eitt ár í pásu," segir Vilhjálmur Alvar.

Sjá einnig:
Þorvaldur Árnason dómari ársins 2016
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2015
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2014
Garðar Örn Hinriksson dómari ársins 2013
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir
banner