Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 26. september 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Besti dómarinn 2017: Það er ekki auðvelt að standa í þessu
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Vilhjálmur dæmdi bikarúrslitaleikinn í ár.
Vilhjálmur dæmdi bikarúrslitaleikinn í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson hefur verið valinn besti dómari ársins 2017 af Fótbolta.net. Vilhjálmur, sem er 32 ára, er sammála því að þetta hafi verið hans besta tímabil.

„Það hefur gengið vel í sumar. Ég kom vel undirbúinn til leiks og leikirnir hafa flestir gengið vel að mínu mati. Ég get ekki kvartað," segir Vilhjálmur sem dæmdi meðal annars bikarúrslitaleik ÍBV og FH.

„Ég persónulega reyni að setja mér markmið fyrir hvert tímabil og bikarúrslitaleikur var klárlega eitt af þeim markmiðum. Ég tel mig hafa sýnt það með frammistöðu minni framan af sumri að ég gerði tilkall í að fá hann. Ég var glaður og stoltur að fá þann leik."

Varðandi dómgæsluna í heild sinni í sumar er Vilhjálmur sammála því að yngri dómarar deildarinnar hafi tekið miklum framförum í sumar.

„Ívar Orri og Helgi Mikael hafa verið að koma mjög öflugir inn. Ívar Orri hefur stigið mjög upp eftir kannski erfiða byrjun á hans ferli. Hann hefur þroskast um mörg dómaraár og ég held að hann eigi eftir að verða enn betri. Helgi hefur verið öflugur og það eru fleiri að koma inn, þrátt fyrir að þeir mættu vera fleiri."

„Dómgæslan stendur á ákveðnum tímapunkti. Það eru kynslóðaskipti að ganga í gegn og það þarf að halda vel á spöðunum til að það skili sér áfram í góðri dómgæslu."

Það voru stór tíðindi í dómaramálunum í gær þegar Gunnar Jarl tilkynnti að hann ætlaði að taka sér frí frá dómgæslu.

„Það er mjög vont að missa hann. Ég vona dómgæslunnar vegna að þetta verði ekki meira en eitt ár í pásu. Þetta sýnir að það er ekki auðvelt að standa í þessu. Það er mjög mikil pressa og mikill tími sem fer í þetta. Vonandi tekur hann ekki lengra en eitt ár í pásu," segir Vilhjálmur Alvar.

Sjá einnig:
Þorvaldur Árnason dómari ársins 2016
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2015
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2014
Garðar Örn Hinriksson dómari ársins 2013
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner