Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 04. apríl 2021 19:00
Aksentije Milisic
Rudiger rekinn heim af æfingu hjá Chelsea - Lenti saman við Kepa
Tomas Tuchel, stjóri Chelsea, rak Antonio Rudiger, varnarmann liðsins, heim af æfingu í dag eftir að honum að markverði liðsins, Kepa Arrizabalaga, lenti saman.

Chelsea tapaði illa í gær gegn WBA á heimavelli en leiknum lauk með 2-5 sigri gestanna. Hvorki Rudiger né Kepa spiluðu í leiknum.

Samkvæmt Telegraph, þá lenti Rudiger og Kepa saman á æfingu í dag sem endaði með því að Tuchel rak Rudiger af æfingunni af því hann var ekki að ná að róa sig niður.

Heimildir segja að lætin byrjuðu þannig að Rudiger hafi verið of seinn í tæklingu á Spánverjann, sem brást illa við. Í kjölfarið hafi stimpingar átt sér stað á milli þeirra tveggja.

Tuchel rak þá Rudiger inn því hann sá að leikmaðurinn var ekki í skapi til þess að klára æfinguna. Kepa fékk hins vegar að halda áfram.
Athugasemdir
banner