fim 04. júní 2020 11:00
Fótbolti.net
Jón Sveins: Fram á að vera í efstu deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var gestur í Niðurtalningunni á Fótbolta.net á þriðjudaginn. Jón segir Framara stefna á að fara upp úr Lengjudeildinni í sumar upp í Pepsi Max-deildina. Liðið endaði í 7. sæti í deildinni í fyrra.

„Við ætluðum að berjast um þetta í fyrra og vorum pínu svekktir þegar upp var staðið hvernig mótið kláraðist. Þó að við höfum verið við toppinn og í baráttunni megnið af sumrinu þá viljum við meira," sagði Jón.

„Fram er fornfrægt félag og á að vera í efstu deild. Við þurfum að vinna fyrir því. Við teljum að við séum með mannskap til að berjast þarna. Ég held að þetta verði barátta 5-6 liða um þessi tvö sæti. Ég held að það eigi engin lið það víst að fara upp."

„Þó að ÍBV sé með gífurlega sterkt lið og öfluga reynda leikmenn þá er þessi deild snúin. Það er mikið álag, þétt spilað og mikið af ferðalögum. Það þarf allt að ganga upp til að menn fari upp."


Í viðtalinu ræðir Jón einnig leikmannamál Fram, flutning Fram í Úlfarsárdal árið 2022, þjálfaraferil sinn, Lengjudeildina í sumar og margt fleira.
Niðurtalningin - Spá fyrir Lengjudeildina og þjálfari Fram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner