Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. september 2022 15:06
Ívan Guðjón Baldursson
England: Í fyrsta sinn sem Brighton skorar fimm
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Brighton 5 - 2 Leicester
0-1 Kelechi Iheanacho ('1)
1-1 Luke Thomas ('10, sjálfsmark)
2-1 Moises Caicedo ('15)
2-2 Patson Daka ('33)
3-2 Leo Trossard ('64)
4-2 Alexis Mac Allister ('71)
5-2 Alexis Mac Allister ('97)


Lærisveinar Graham Potter í liði Brighton eru að gera góða hluti á upphafi tímabils og rúlluðu yfir botnlið Leicester í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta fór ekki vel af stað fyrir Brighton sem lenti undir eftir eina mínútu þegar Kelechi Iheanacho skoraði eftir góðan undirbúning frá Patson Daka.

Brighton sneri stöðunni við með tveimur mörkum á næsta stundarfjórðungi þar sem Luke Thomas gat lítið gert til að koma í veg fyrir sitt eigið sjálfsmark áður en ungstirnið Moises Caicedo kom heimamönnum yfir.

Daka gerði frábærlega að jafna leikinn eftir stórkostlega sendingu frá Youri Tielemans og var staðan 2-2 í hálfleik.

Alexis Mac Allister skoraði stórbrotið mark í upphafi síðari hálfleiks en það var dæmt af vegna rangstöðu. Mac Allister og félagar létu það ekki á sig fá og skiptu um gír á meðan gestirnir frá Leicester áttu engin svör.

Leo Trossard kom Brighton yfir á 64. mínútu og gerði Mac Allister út um viðureignina með fjórða marki heimamanna skömmu síðar og svo fimmta markinu í uppbótartíma.

Sannfærandi sigur Brighton gegn Leicester sem þarf að hysja upp um sig buxurnar sem fyrst.

Þetta er í fyrsta sinn sem Brighton skorar fimm mörk í úrvalsdeildarleik. Brighton er með 13 stig eftir 6 umferðir, einu stigi eftir Englandsmeisturum Manchester City.

Leicester er aðeins með eitt stig.


Athugasemdir
banner
banner