Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mið 04. september 2024 19:42
Brynjar Ingi Erluson
Hver verður valinn besti ungi leikmaðurinn?
Lamine Yamal er talinn líklegastur til að taka bikarinn heim
Lamine Yamal er talinn líklegastur til að taka bikarinn heim
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho eru báðir tilnefndir
Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho eru báðir tilnefndir
Mynd: Getty Images
Kobbie Mainoo og Lamine Yamal eru meðal þeirra sem tilnefndir eru til verðlauna sem besti ungi leikmaður heims (Kopa-bikarinn), en sigurvegarinn verður krýndur þann 28. október.

Mainoo er 19 ára gamall Englendingur sem vann enska bikarinn með Manchester United á síðustu leiktíð og fór þá alla leið í úrslit Evrópumótsins með enska landsliðinu.

Hann og Yamal, 17 ára leikmaður Barcelona, eru líklegastir til að vinna í ár.

Yamal átti stórkostlegt tímabil með Barcelona og var þá lykilmaður í spænska landsliðinu sem vann Evrópumótið. Undanfarið ár hefur hann slegið hvert metið á fætur öðru.

Aðeins leikmenn sem eru 21 árs eða yngri geta unnið verðlaunin.

Jude Bellingham vann verðlaunin á síðasta ári en Gavi, Pedri, Matthijs De Ligt og Kylian Mbappe hafa einnig unnið þau frá því þau voru sett á laggirnar árið 2018.

Hér fyrir neðan má sjá tilnefningarnar í ár:

Listinn:
Lamine Yamal (Barcelona)
Arda Güler (Real Madrid)
Pau Cubarsí (Barcelona)
Alejandro Garnacho (Manchester United)
Kobbie Mainoo (Manchester United)
Karim Konaté (RB Salzburg)
Joao Neves (Benfica and PSG)
Savinho (Girona and Manchester City)
Mathys Tel (Bayern Munich)
Warren Zaïre-Emery (PSG)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner