Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   mið 04. október 2023 09:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn: Líkurnar að komast í landsliðið meiri hjá Lyngby
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Dortmund
„Þetta er náttúrulega allt annað umhverfi og það var alveg kominn tími til að ég myndi koma í aðalliðsbolta - var að spila í 3. deild í Þýskalandi - þetta er aðeins öðruvísi. Allir leikir skipta miklu máli og þú finnur pressuna Það var kominn tími til að spila í efstu deild einhvers staðar," sagði Kolbeinn Birgir Finnsson, leikmaður Lyngby, við Fótbolta.net eftir sigur liðsins gegn OB á mánudag.

Kolbeinn var á mála hjá þýska stórliðinu Dortmund áður en hann samdi við Lyngby. Hjá Dortmund lék hann með varaliði félagsins.

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, sagði frá því í sumar að Kolbeinn hafði úr fleiri möguleikum að ráða þegar hann valdi Lyngby í vetrarglugganum; öguleikum þar sem leikmaðurinn hefði fengið betur borgað.
   06.06.2023 15:07
Freysi um Kolbein: Var með fjárhagslega miklu betri tilboð en valdi rétt

Af hverju valdi Kolbeinn Lyngby?

„Til dæmis þá fannst mér betri líkur hér á að komast í landsliðið, kannski aðeins sýnilegri. Auðvitað eru neðri deildirnar í Þýskalandi stórt svið. En svo var þetta líka að koma til Danmerkur þar sem manni líður einhvern veginn meira eins og heima, umhverfið er nær manni. Svo að hafa Íslendinga með sér, það hefur líka hjálpað."

„Freysi talaði vel um félagið, var með plan fyrir mig og mér leist vel á það sem hann hafði að segja og það sem maður hafði heyrt."


Hjá Dortmund, var Kolbeinn nálægt því að komast inn í aðalliðið?

„Það kom tímabil þar sem ég var farinn að æfa slatta með aðalliðinu og þjálfarinn þar var farinn að tala við mig og hrósa mér. Það gerðist aldrei neitt þannig, ég fékk einhverja æfingaleiki," sagði Kolbeinn sem nefndi að hann hefði verið óheppinn með meiðsli sem hefðu spilað inn í á tíma sínum hjá Dortmund.
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Athugasemdir
banner
banner