Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. nóvember 2020 15:25
Elvar Geir Magnússon
Greenwood snýr væntanlega aftur í landsliðshópinn
Mason Greenwood lék sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi í september.
Mason Greenwood lék sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mason Greenwood, sóknarmaðurinn ungi hjá Manchester United, mun líklega snúa aftur í enska landsliðshópinn sem tilkynntur verður á morgun.

Danny Ings verður frá í fjórar til sex vikur eins og greint var frá í morgun og opnar það leið fyrir Greenwood.

Greenwood og Phil Foden voru ekki valdir í síðasta landsliðshóp eftir að þeir fengu íslenskar stelpur í heimsókn á liðshótelið í Reykjavík í september. Þar með brutu þeir reglur og voru sendir heim.

Búist er við því að þeir verði báðir í hópnum sem opinberaður verður á morgun en Gareth Southgata, landsliðsþjálfari Englands, hefur gefið það út að þeir séu búnir að taka út sína refsingu.

Enska landsliðið er að fara að spila gegn Írlandi, Belgíu og Íslandi. Leikur Englands og Íslands í Þjóðadeildinni verður 18. nóvember á Wembley og verður leikið án áhorfenda.
Athugasemdir
banner
banner
banner