Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 04. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Depay skaut á körfuboltagoðsögn: Geltir mikið en bítur ekki
Charles Barkley
Charles Barkley
Mynd: EPA
Hollenski framherjinn Memphis Depay þaggaði niður í bandarísku körfuboltagoðsögninni Charles Barkley eftir 3-1 sigurinn á Bandaríkjunum á HM í gær.

Depay skoraði í sigri Hollands á Bandaríkjunum en fyrir leikinn sagði Barkley, sem er einn af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar frá upphafi, að Holland myndi fá kennslustund í leiknum.

Barkley er nú ekki beint sparkspekingur. Hann starfar nú sem sérfræðingur um NBA-deildina, en hann ræddi þó einnig möguleika bandaríska liðsins á TNT.

„Við erum að fara keyra í gegnum Holland. Við erum að fara að opna dós af einni rassskellingu. Það er alveg öruggt að Holland verður í miklum vandræðum,“ sagði Barkley, en það varð ekki raunin.

Holland vann þetta nokkuð örugglega og mun spila í 8-liða úrslitum HM en Depay þaggaði niður í Barkley með því að birta færslu á Twitter.

„Geltir mikið en bítur ekki,“ sagði Depay eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner